Leikkonan Keira Knightley er búin að landa hlutverki í stórmynd Baltasars Kormáks, Everest. Aðrir leikarar í myndinni eru til að mynda Josh Brolin og Jake Gyllenhaal en Keira leikur eiginkonu Jason Clarke sem túlkar fjallgöngukappann Rob Hall.
Myndin er meðal annars tekin upp í Pinewood Studios, í Englandi, Nepal og ítölsku Ölpunum en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.
Baltasar sagði frá því í Fréttablaðinu fyrir stuttu að myndin væri langerfiðasta verkefni sem hann hefði tekið að sér á ferlinum en tökuliðið á vegum hans var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði.
„Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar.
Keira leikur í stórmynd Baltasars

Tengdar fréttir

Slysið á Everest setti strik í reikninginn
Baltasar Kormákur er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið erlendis í fjóra mánuði við gerð stórmyndarinnar Everest.

Nakinn á setti Everest
Jake Gyllenhaal gantast með Ingvari E. Sigurðssyni.

Robin Wright og Sam Worthington í Everest
Enn bætist í leikarahóp Baltasars Kormáks

Frumsýningu Everest seinkað um sjö mánuði
Til stóð að frumsýna myndina 27. febrúar á næsta ári en nú hefur sú frumsýningadagur dregist til 18. september.