Strákarnir klæddust kjólum í sínum einkennislitum og telur vefsíðan Wi Wi Bloggs þá hafa skarað fram úr á rauða dreglinum í fatavali.
„Tíska er ekki alltaf tengd fegurð og stundum þarf styrk til að vita að þú getir vakið athygli með því að hylja þig,“ er skrifað á vefsíðuna um strákana. Greinahöfundur bætir við að hann virði boðskap Pollapönkara.
„Við föngum því að Pollapönk hafi fært boðskapinn yfir á klæðnað sinn - fyrir að vekja athygli á stöðu kvenfólks og sýna alla liti regnbogans. Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það.“
Í öðru sæti á listanum er Aram MP3 frá Armeníu og því þriðja sveitin Twin Twin frá Frakklandi.
Þá tekur vefsíðan einnig saman lista yfir þá sem þeim fannst standa sig verst á rauða dreglinum. Þar trónir Basim frá Danmörku á toppnum.


