Fyrra undanúrslitakvöldið er svo í kvöld þar sem framlag Íslendinga, Pollapönk, er númer fimm í röðinni með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice.
Það var ekki að sjá á Pollapönkurum að þeir væru stressaðir í generalprufunni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem var tekið upp baksviðs.
Slógu þeir á létta strengi og þöndu raddböndin fyrir myndatökumanninn eins og þeim einum er lagið.