Stórleikkonurnar Susan Sarandon og Kathy Bathes sjást einnig í stiklunni en mikil spenna ríkir fyrir kvikmyndinni.
Myndin fjallar um konu sem fer yfir um þegar hún er rekin úr starfi sínu á skyndibitastað og kemur að eiginmanni sínum að halda framhjá. Brátt er hún orðinn flóttamaður og leitar skjóls hjá móður sinni.
Í meðfylgjandi stiklu sést Tammy ræna skyndibitastaðinn með bréfpoka á hausnum. Sjón er sögu ríkari.