Tónlist

Þessi keppa í Eurovision í kvöld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/Eurovision
Seinna undanúrslitakvöld Eurovision er í kvöld og keppa fimmtán atriði um þau tíu pláss sem eru laus í úrslitunum sem fara fram á laugardagskvöldið.

Eins og flestir vita komust Pollapönkarar upp úr fyrri undanúrslitariðlinum á þriðjudagskvöldið og flytja því lagið Enga fordóma, eða No Prejudice, á laugardagskvöldið.

Þó við Íslendingar stígum ekki á svið í kvöld er samt um að gera að kynna sér keppendur kvöldsins því tíu af þeim verða keppinautar okkar á laugardagskvöld. 

Hér fyrir neðan má sjá alla keppendur kvöldsins í þeirri röð sem þeir stíga á svið.



Malta

Flytjandi: Firelight

Lag: Coming Home



* Aðalmaðurinn í sveitinni er Richard Edwards

* Fór til Bretlands árið 2005 og fékk tækifæri til að troða upp með X Factor-keppendunum Leonu Lewis og Ray Quinn og uppskar fagnaðarlæti frá sjálfum Simon Cowell

* Richard hefur þrisvar reynt að komast í Eurovision fyrir hönd Möltu, bæði einn og í bandinu The Mics



Ísrael

Flytjandi: Mei Finegold

Lag: Same Heart



* Tók þátt í hæfileikakeppninni A Star Is Born árið 2009 og endaði í þriðja sæti

* Sló í gegn í söngleik árið 2010 og fékk verðlaun fyrir frammistöðu sína

* Eignaðist dótturina Emily árið 2011



Noregur

Flytjandi: Carl Espen

Lag: Silent Storm

* 32 ára

Konan bak við lagið er Josefin Winther, frænka hans

* Tók þátt í hæfileikakeppni aðeins tólf ára gamall með lagið Wild World og sigraði



Georgía

Flytjandi: The Shin & Mariko

Lag: Three Minutes to Earth



* Lagið lýsir síðustu þremur mínútunum í langri göngu aftur heim á jörðina

* Sveitin The Shin er með bækistöðvar í Þýskalandi

* Söngkonan Mariko Ebralidze syngur með þeim í Eurovision



Pólland

Flytjandi: Donatan & Cleo

Lag: My Slowianie - We Are Slavic



* Gáfu út lagið My Slowianie í fyrra sem sló í gegn á YouTube

* Donatan er þekktur í heimalandinu sem pródúsent og hefur komið að um fimmtíu plötum

* Donatan uppgötvaði Cleo sem er lýst sem ljóshærðri stúlku með pólskan sjarma og dökka rödd 



Austurríki

Flytjandi: Conchita Wurst

Lag: Rise Like A Phoenix



* Fæddist Tom Neuwirth og hefur komið fram sem sitt annað sjálf, Conchita Wurst síðan árið 2011.

* Hefur komið fram í raunveruleikaþáttum í heimalandinu

* Dreymdi alltaf um frama í skemmtanabransanum



Litháen

Flytjandi: Vilija Matačiūnaitė

Lag: Attention



* Hæfileikar hennar voru uppgötvaðir í leikskóla

* Tók þátt í söngkeppninni Amber Star árið 2004 og lenti í öðru sæti

* Hefur einnig unnið bæði í sjónvarpi og útvarpi



Finnland

Flytjandi: Softengine

Lag: Something Better



* Sveitin var stofnuð árið 2011

* Skrifuðu undir samning við Sony Music í Finnlandi rétt áður en þeir unnu undankeppni Eurovision

* Lagið fjallar um gamlan mann sem fer yfir líf sitt



Írland

Flytjandi: Can-Linn (með Kasey Smith)

Lag: Heartbeat



* Kasey komst fyrst í sviðsljósið árið 2010 með sveitinni Wonderland

* Eftir að sveitin lagði upp laupana fór hún til Nashville og vann í sólóferli sínum

* Tók þátt í undankeppni Eurovision í heimalandinu í fyrra en lenti í þriðja sæti



Hvíta-Rússland

Flytjandi: Teo

Lag: Cheesecake



* Heitir réttu nafni Yuriy Vaschuk

* Lærði á harmonikku í fjögur ár

* Teo segir lagið jákvætt og að það fjalli um sambandsslit



Makedónía

Flytjandi: Tijana

Lag: To The Sky

* Systir hennar Tamara syngur bakraddir en hún er vinsæl söngkona í heimalandinu

* Tijana byrjaði að læra á selló þegar hún var sjö ára

* Hlutirnir byrjuðu að gerast í tónlistinni árið 1994 þegar hún gaf út sinn fyrsta smell, Afterwards



Sviss

Flytjandi: Sebalter

Lag: Hunter of Stars



* Heitir réttu nafni Sebastiano Paù-Lessi

* Byrjaði að læra á fiðlu sex ára

* Er að leggja lokahönd á nýja plötu



Grikkland

Flytjandi: Freaky Fortune feat. Risky Kidd

Lag: Rise up



* Freaky Fortune skipa þeir Nikolas Raptakis og Theofilos Pouzbouris

* Þeir náðu athygli heimsins þegar þeir tóku þátt ábreiðukeppni Perez Hilton árið 2011

* Risky Kidd er nítján ára rappari sem ólst upp í London



Slóvenía

Flytjandi: Tinkara Kovač 

Lag: Round And Round



* Með fimmtán ára reynslu í tónlistarbransanum á bakinu

* Hefur spilað á rúmlega átta hundruð tónleikum í Evrópu

* Spilar á flautu



Rúmenía

Flytjandi: Paula Seling & OVI

Lag: Miracle



* Paula fæddist á jóladag

* Gaf út fyrstu plötuna árið 1998

* OVI hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal En Vogue, Espen Berg og Simone


Tengdar fréttir

Sjáðu okkar menn eru lagðir af stað

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var fyrr í dag má sjá hljómsveitina Pollapönk sem stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöldið.

Ráðherra í Pollapönksgalla

"Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir.

Kveðja frá Alþingi til Köben

„Sérstakar kveðjur hljótum við auðvitað að senda háttvirtum ellefta þingmanni Reykjavíkurkjördæmis Suður og sjötta varaforseta Alþingis Óttari Proppe,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Þúsund manns drógu andann í einu

"Ég geri ráð fyrir því að sofa mikið í júlí,“ segir Óttarr Proppé sem hefur síðustu daga bæði unnið Útsvar og komist í úrslit Eurovision.

Svavar Örn rifjar upp Eurovision

Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum.

Pollrólegir baksviðs

Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.

"Ég var byrjaður að brynja mig“

Arnar Gíslason, eða sá bleiki, segir meðlimi Pollapönks vera ótrúlega ánægða með að komast í úrslit Eurovision

Lyginni líkast - 3 stig réðu úrslitunum

Jon Ola Sand, stjórnandi Eurovisionkeppninnar upplýsti á Twitter síðunni sinni í morgun að aðeins 3 stig voru á milli framlags landanna sem lentu í tíunda og tólfta sæti í undankeppninni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×