Laufey Lín sló rækilega í gegn í úrslitaþættinum í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudaginn var með söng og píanóspili. Þrátt fyrir óaðfinnanlega frammistöðu Laufeyjar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, náði hún ekki að landa einu af þremur efstu sætunum í keppninni.

