Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 29-23 | Stjarnan leiðir 1-0 Kristinn Páll Teitsson í Mýrinni skrifar 23. apríl 2014 17:11 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán Stjarnan vann öruggan sigur á Gróttu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Góður kafli Stjörnukvenna á upphafsmínútum seinni hálfleiks gerði út um leikinn Bæði lið unnu einvígi sín í átta liða úrslitum 2-0, Grótta sló út ríkjandi Íslandsmeistara Fram nokkuð óvænt en Stjarnan vann HK. Liðin unnu sinn sigurinn hvort þegar þau mættust í deildarkeppninni en báðum leikjum lauk með heimasigri. Sóknarleikur Gróttu var lengi af stað og komst Stjarnan í 3-0 eftir sex mínútna leik. Það virtist vekja gestina sem jöfnuðu um miðbik hálfleiksins með marki Guðnýjar Hjaltadóttir úr horninu í stöðunni 6-6. Stjörnukonur settu þá í gír og náðu aftur þriggja marka forskoti en jafn óðum jöfnuðu Gróttukonur þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. Leikmenn Stjörnunnar áttu enn eina rispuna rétt fyrir lok hálfleiksins og náðu þriggja marka forskoti um leið og hálfleiksflautan gall þegar Hildur Harðardóttir fylgdi eftir eigin stangarskoti. Í seinni hálfleik voru úrslitin ráðin eftir tíu mínútna leik. Stjörnukonur settu einfaldlega í lás og náðu tíu marka forskoti þegar tíu mínútu voru liðnar í stöðunni 22-12. Gróttukonur náðu að minnka muninn í fimm mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar.Jóna Margrét Ragnarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 10 mörk en í markinu varði Florentina Stanciu 14 skot. Í liði Gróttu var það Unnur Ómarsdóttir sem fór fyrir liði sínu með sex mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Í markinu hjá Gróttu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína með prýði og varði átján skot, þar af tvö af vítalínunni. Jóna: Sýndum breiddina í kvöld„Þessi leikur vannst örugglega en þetta var bara einn leikur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Við spiluðum mjög góða vörn í seinni hálfleik og náðum að hlaupa línurnar okkar. Þar fyrir aftan stóðu markmennirnir sig vel fyrir aftan okkur og þegar skotin fóru að detta var þetta ekki spurning.“ Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og skiptust liðin á því að eiga góða rispur út hálfleikinn. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins sem gerði út um leikinn á upphafsmínútunum. „Það var frábært að ná forskotinu rétt fyrir lok hálfleiksins en við komum svo brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og náðum góðu forskoti. Við reyndum aðeins að hægja á leiknum í lokin en þær náðu að minnka muninn svo við þurftum að fara að hlaupa aftur.“ Stjörnuliðið hefur orðið fyrir töluverðum áföllum en Jóna var nokkuð brött í viðtölum eftir leik. „Þrátt fyrir að vera búnar að missa marga leikmenn stefnum við að sjálfsögðu í úrslitin og við sýndum í kvöld breiddina í liðinu. Við verðum að spila á því sem við höfum og berjast saman áfram. Við erum allar búnar að æfa jafn mikið í vetur og það verður bara næsti maður að stíga upp,“ sagði Jóna að lokum. Íris Björk: Misstum kúlið í seinni hálfleik„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik en þær einfaldlega völtuðu yfir okkur fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markmaður Gróttu svekkt eftir leikinn. „Við vorum að missa boltann klaufalega í sókninni og þær náðu að nýta sér það. Við misstum kúlið í seinni hálfleik og spiluðum eins og við værum fimmtán mörkum undir í stað þess að spila okkar leik.“ Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en gestirnir af Seltjarnarnesi voru sífellt að vinna upp forskot Stjörnunnar. „Það var meiri barátta og vilji í fyrri hálfleik en ég veit ekki hvað gerðist í hálfleik. Hvort það er stress eða reynsluleysi sem háði okkur veit ég ekki en við vorum einfaldlega ekki tilbúnar í seinni hálfleik.“ Íris sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Stjarnan er með sterkt lið en við höfum sýnt það í vetur að við erum með hörkulið. Í fyrri hálfleik sýndum við að við eigum fullt erindi í þetta lið og ég vona að í næsta leik náum við að spila okkar besta leik, ekki sparihliðarnar í fyrri og missum tökin í seinni hálfleik. “ „Stefnan er að fylla húsið fyrir næsta leik og vonandi með hjálp stuðningsmanna okkar getum við gert betur í næsta leik,“ sagði Íris að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Gróttu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Góður kafli Stjörnukvenna á upphafsmínútum seinni hálfleiks gerði út um leikinn Bæði lið unnu einvígi sín í átta liða úrslitum 2-0, Grótta sló út ríkjandi Íslandsmeistara Fram nokkuð óvænt en Stjarnan vann HK. Liðin unnu sinn sigurinn hvort þegar þau mættust í deildarkeppninni en báðum leikjum lauk með heimasigri. Sóknarleikur Gróttu var lengi af stað og komst Stjarnan í 3-0 eftir sex mínútna leik. Það virtist vekja gestina sem jöfnuðu um miðbik hálfleiksins með marki Guðnýjar Hjaltadóttir úr horninu í stöðunni 6-6. Stjörnukonur settu þá í gír og náðu aftur þriggja marka forskoti en jafn óðum jöfnuðu Gróttukonur þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. Leikmenn Stjörnunnar áttu enn eina rispuna rétt fyrir lok hálfleiksins og náðu þriggja marka forskoti um leið og hálfleiksflautan gall þegar Hildur Harðardóttir fylgdi eftir eigin stangarskoti. Í seinni hálfleik voru úrslitin ráðin eftir tíu mínútna leik. Stjörnukonur settu einfaldlega í lás og náðu tíu marka forskoti þegar tíu mínútu voru liðnar í stöðunni 22-12. Gróttukonur náðu að minnka muninn í fimm mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar.Jóna Margrét Ragnarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 10 mörk en í markinu varði Florentina Stanciu 14 skot. Í liði Gróttu var það Unnur Ómarsdóttir sem fór fyrir liði sínu með sex mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Í markinu hjá Gróttu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína með prýði og varði átján skot, þar af tvö af vítalínunni. Jóna: Sýndum breiddina í kvöld„Þessi leikur vannst örugglega en þetta var bara einn leikur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Við spiluðum mjög góða vörn í seinni hálfleik og náðum að hlaupa línurnar okkar. Þar fyrir aftan stóðu markmennirnir sig vel fyrir aftan okkur og þegar skotin fóru að detta var þetta ekki spurning.“ Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og skiptust liðin á því að eiga góða rispur út hálfleikinn. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Stjörnuliðsins sem gerði út um leikinn á upphafsmínútunum. „Það var frábært að ná forskotinu rétt fyrir lok hálfleiksins en við komum svo brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og náðum góðu forskoti. Við reyndum aðeins að hægja á leiknum í lokin en þær náðu að minnka muninn svo við þurftum að fara að hlaupa aftur.“ Stjörnuliðið hefur orðið fyrir töluverðum áföllum en Jóna var nokkuð brött í viðtölum eftir leik. „Þrátt fyrir að vera búnar að missa marga leikmenn stefnum við að sjálfsögðu í úrslitin og við sýndum í kvöld breiddina í liðinu. Við verðum að spila á því sem við höfum og berjast saman áfram. Við erum allar búnar að æfa jafn mikið í vetur og það verður bara næsti maður að stíga upp,“ sagði Jóna að lokum. Íris Björk: Misstum kúlið í seinni hálfleik„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik en þær einfaldlega völtuðu yfir okkur fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markmaður Gróttu svekkt eftir leikinn. „Við vorum að missa boltann klaufalega í sókninni og þær náðu að nýta sér það. Við misstum kúlið í seinni hálfleik og spiluðum eins og við værum fimmtán mörkum undir í stað þess að spila okkar leik.“ Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en gestirnir af Seltjarnarnesi voru sífellt að vinna upp forskot Stjörnunnar. „Það var meiri barátta og vilji í fyrri hálfleik en ég veit ekki hvað gerðist í hálfleik. Hvort það er stress eða reynsluleysi sem háði okkur veit ég ekki en við vorum einfaldlega ekki tilbúnar í seinni hálfleik.“ Íris sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Stjarnan er með sterkt lið en við höfum sýnt það í vetur að við erum með hörkulið. Í fyrri hálfleik sýndum við að við eigum fullt erindi í þetta lið og ég vona að í næsta leik náum við að spila okkar besta leik, ekki sparihliðarnar í fyrri og missum tökin í seinni hálfleik. “ „Stefnan er að fylla húsið fyrir næsta leik og vonandi með hjálp stuðningsmanna okkar getum við gert betur í næsta leik,“ sagði Íris að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti