Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 16-19 | Stjarnan í lykilstöðu Dröfn Sæmundsdóttir í Hertz-höllinni skrifar 25. apríl 2014 13:59 Vísir/Stefán Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti