Konurnar klárar en forystan ósannfærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2014 15:42 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðni Ágústsson. Vísir/GVA „Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sveinbjörg er ein þeirra sem orðuð er við 1. sætið á lista flokksins í Reykjavík sem enn er óskipað eftir að Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skoraðist undan áskorun þess að leiða listann. Sveinbjörg, sem stödd er erlendis, óskaði eftir því að leiða listann í síðustu viku. Hún segir hins vegar við Vísi að enn beri lítið á svörum frá þeim sem leiti oddvita fyrir hönd flokksins. Hún snýr heim á morgun og reiknar með því að heyra í sínu fólki í kjölfarið. Framsóknarkonan telur flokkinn eiga að nýta tækifærið og horfa til öflugra kvenna innan flokksins. „Það er tækifæri til breytinga og að konur í Framsókn láti til sín taka. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef kost á mér,“ segir Sveinbjörg. Hún minnir á að hún hafi verið í forsvari fyrir „Konur til áhrifa“. „Ég get raunverulega ekki skorast undan þeirri ábyrgð að bjóða fram starfskrafta mína. Hitt verður bara að koma í ljós.“Guðni Ágústsson íhugaði alvarlega endurkomu í pólitík.Vísir/GVAEn telur Sveinbjörg það hafa verið gæfuspor fyrir flokkinn að svo hafi farið að Guðni Ágústsson leiddi ekki Framsókn í borginni? „Ég hef svo sem fulla trú á Guðna og hann hefur fullt erindi í pólitík. Ég aftur á móti held að við konur innan Framsóknarflokksins verðum að rísa upp. Það er búið að gera tilraunir til að fá karlmenn að listanum. Það er byr með því að það komi sterkar konur að, leiði þennan lista og klári þetta mál,“ segir Sveinbjörg. Auk Sveinbjargar hefur Guðrún Bryndís Karlsdóttir lýst yfir vilja til að leiða listann. Var hún í öðru sæti listans þegar oddvitinn fyrrverandi, Óskar Bergsson, sagði af sér. Því eru tvær konur klárar í oddvitann en framsóknarmenn virðast ekki tilbúnir að veðja á þá, hingað til hið minnsta.Er svo mikil íhaldsemi í flokknum að þeir sem ráði ríkjum treysti ekki konum til að leiða listann? „Þeir sem hafa verið valdir til þess verða bara að eiga það við sig. Það er allavega úr nógu mörgum konum að velja. Það er ljóst. Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða þetta. Helst vildi ég auðvitað að við myndum ganga saman í takti.“ Minnir Sveinbjörg á að fjölmargar konur séu tilbúnar að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Það átti upphaflega að fara fram í gær, Sumardaginn fyrsta, en var frestað eftir að ljóst varð að Guðni myndi ekki leiða listann. Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sveinbjörg er ein þeirra sem orðuð er við 1. sætið á lista flokksins í Reykjavík sem enn er óskipað eftir að Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skoraðist undan áskorun þess að leiða listann. Sveinbjörg, sem stödd er erlendis, óskaði eftir því að leiða listann í síðustu viku. Hún segir hins vegar við Vísi að enn beri lítið á svörum frá þeim sem leiti oddvita fyrir hönd flokksins. Hún snýr heim á morgun og reiknar með því að heyra í sínu fólki í kjölfarið. Framsóknarkonan telur flokkinn eiga að nýta tækifærið og horfa til öflugra kvenna innan flokksins. „Það er tækifæri til breytinga og að konur í Framsókn láti til sín taka. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef kost á mér,“ segir Sveinbjörg. Hún minnir á að hún hafi verið í forsvari fyrir „Konur til áhrifa“. „Ég get raunverulega ekki skorast undan þeirri ábyrgð að bjóða fram starfskrafta mína. Hitt verður bara að koma í ljós.“Guðni Ágústsson íhugaði alvarlega endurkomu í pólitík.Vísir/GVAEn telur Sveinbjörg það hafa verið gæfuspor fyrir flokkinn að svo hafi farið að Guðni Ágústsson leiddi ekki Framsókn í borginni? „Ég hef svo sem fulla trú á Guðna og hann hefur fullt erindi í pólitík. Ég aftur á móti held að við konur innan Framsóknarflokksins verðum að rísa upp. Það er búið að gera tilraunir til að fá karlmenn að listanum. Það er byr með því að það komi sterkar konur að, leiði þennan lista og klári þetta mál,“ segir Sveinbjörg. Auk Sveinbjargar hefur Guðrún Bryndís Karlsdóttir lýst yfir vilja til að leiða listann. Var hún í öðru sæti listans þegar oddvitinn fyrrverandi, Óskar Bergsson, sagði af sér. Því eru tvær konur klárar í oddvitann en framsóknarmenn virðast ekki tilbúnir að veðja á þá, hingað til hið minnsta.Er svo mikil íhaldsemi í flokknum að þeir sem ráði ríkjum treysti ekki konum til að leiða listann? „Þeir sem hafa verið valdir til þess verða bara að eiga það við sig. Það er allavega úr nógu mörgum konum að velja. Það er ljóst. Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða þetta. Helst vildi ég auðvitað að við myndum ganga saman í takti.“ Minnir Sveinbjörg á að fjölmargar konur séu tilbúnar að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Það átti upphaflega að fara fram í gær, Sumardaginn fyrsta, en var frestað eftir að ljóst varð að Guðni myndi ekki leiða listann.
Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08
Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34
Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49