Hversu mikilvæg er mentun? Ragnar Hansson skrifar 25. apríl 2014 16:00 „Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun