Aram MP3, fulltrúi Armeníu, var fyrstur á sviðið og æfði lag sitt Not Alone.
Því næst fóru fulltrúar Eistlands og Lettlands á sviðið sem er vægast sagt glæsilegt eins og sést í meðfylgjandi myndskeiðum.
Framlag Íslands, lagið Enga fordóma með hljómsveitinni Pollapönk, hljómar í fyrri undankeppninni á þriðjudagskvöldið í næstu viku en Pollapönkarar eru númer fimm í röðinni.