Hamraborgin, há og ? Hannes Friðbjarnarson skrifar 28. apríl 2014 13:48 Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun