Aron: Takk fyrir upplýsingarnar - þetta er bara fínt Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 11:00 Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding í Danmörku út tímabilið. Vísir/EPA „Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35