Ágústa Eva leikur Andreu, fyrrverandi fíkniefnalögreglu sem vikið var frá störfum vegna afglapa. Hún hefur púslað saman lífi sínu síðan og þráir annað tækifæri til að sanna sig.
Borgríki II - Blóð hraustra manna er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki sem kom út síðla árs 2011. Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic og Hilmir Snær Guðnason.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en hún verður frumsýnd í október. Vísir frumsýnir síðan nýja stiklu næsta þriðjudag.