Tónlist

Kanye West frestar tónleikum

Kanye West ætlar að einbeita sér að nýju plötunni.
Kanye West ætlar að einbeita sér að nýju plötunni. Vísir/Getty
Rapparinn Kanye West hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu tónleikaferðalagi sínu um Ástralíu, sem átti að hefjast 2. maí. Ástæðan er sú að West vill klára sínu sjöundu breiðskífu áður en hann heldur af stað í ferðalagið. Hann hefur í hyggju að gefa út nýju plötuna á þessu ári.

West tók það þó fram í tilkynningu að ekki væri um aprílgabb að ræða. Þá hefur hann einnig frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum í Evrópu, þó að dagsetningarnar hafi ekki legið fyrir áður en West sendi frá sér tilkynninguna.

Hann heldur af stað til Ástralíu í september og ætlar hann svo í tónleikaferðalag um Evrópu í janúar 2015. Hann kemur þó fram á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar eins og Wireless Festival í Bretlandi, Bonnaroo Music and Arts Festival í Bandaríkjunum og á Fuji Rock Festival í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×