Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2014 21:15 Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00