Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 23:19 Sigmundur segir ýmis tækifæri felast í hnattrænni hlýnun fyrir Íslendinga. Vísir/Daníel Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“ Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“
Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira