Leikarinn Jonny Weston hefur bæst í leikarahóp kvikmyndarinnar Taken 3. Leikarinn Liam Neeson snýr aftur í hlutverki Bryans Mills og munu Maggie Grace og Famke Janssen halda áfram að leika dóttur hans og konu. Þá leikur Íslandsvinurinn Forest Whitaker einnig í myndinni.
Jonny leikur kærasta Maggie en annars hefur ekkert verið gefið upp um söguþráð þessarar þriðju Taken-myndar. Luc Besson framleiðir myndina og Olivier Megaton leikstýrir en hann leikstýrði einnig Taken 2 sem var frumsýnd árið 2012.