Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2014 19:55 „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira