"Aulahrollur - ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni“ Ellý Ármanns skrifar 4. apríl 2014 16:00 Ásta og Atlas á leiðinni á RFF. „Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“ RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“
RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00