Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 25-18 | ÍBV vann eftir slæma byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti