James Franco skandallinn jafnvel hluti af auglýsingaherferð 7. apríl 2014 20:00 James Franco Vísir/Getty Bandaríski leikarinn James Franco viðurkenndi í síðustu viku að hafa reynt við unglingsstúlku á samskiptamiðlinum Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Nú eru uppi sögusagnir um að uppátækið hafi verið hluti af vafasamri markaðsherferð fyrir Palo Alto, nýja kvikmynd sem byggð er á smásagnasafni eftir Franco sjálfan. Ein sagan úr safninu fjallar um unga stúlku, April, sem leikin er af Emmu Roberts, sem á í ástarsambandi við fótboltaþjálfarann sinn, Mr. B, sem leikinn er af Franco. Sambandið er sýnt í stiklu úr kvikmyndinni sem var gefin út þann 2. apríl. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu. Palo Alto er leikstýrt af Gia Coppola og verður sýnt í kvikmyndahúsum vestanhafs þann níunda maí. Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríski leikarinn James Franco viðurkenndi í síðustu viku að hafa reynt við unglingsstúlku á samskiptamiðlinum Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Nú eru uppi sögusagnir um að uppátækið hafi verið hluti af vafasamri markaðsherferð fyrir Palo Alto, nýja kvikmynd sem byggð er á smásagnasafni eftir Franco sjálfan. Ein sagan úr safninu fjallar um unga stúlku, April, sem leikin er af Emmu Roberts, sem á í ástarsambandi við fótboltaþjálfarann sinn, Mr. B, sem leikinn er af Franco. Sambandið er sýnt í stiklu úr kvikmyndinni sem var gefin út þann 2. apríl. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu. Palo Alto er leikstýrt af Gia Coppola og verður sýnt í kvikmyndahúsum vestanhafs þann níunda maí.
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira