Enski boltinn

Rooney æfði í morgun og er líklega klár í slaginn gegn Bayern

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney verður líklega með en Bastian Schweinsteiger er í banni.
Wayne Rooney verður líklega með en Bastian Schweinsteiger er í banni. Vísir/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, var ekki með liðinu þegar það valtaði yfir Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni um helgina vegna meiðsla á tá.

Talið var óvíst að hann yrði með Englandsmeisturunum í Meistaradeildinni annað kvöld þegar það mætir Bayern München í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar en nú virðist framherjinn allur að vera koma til.

Rooney æfði með liðinu í morgun og ætti að vera klár í slaginn annað kvöld. Það eru frábær tíðindi fyrir Manchester United sem þarf að skora mörk á Allianz-vellinum til að komast áfram en liðin skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford.

Ryan Giggs æfði einnig með United-liðinu í morgun en hann var heldur ekki með gegn Newcastle um helgina. Belginn hárprúði MarouaneFellaini gat aftur á móti ekki æft í morgun vegna handarmeiðsla.

Bastian Schweinsteiger og JaviMartínez verða ekki með Bayern því þeir eru í banni og þá eru ThiagoAlcantara og XherdanShaqiri frá vegna meiðsla.


Tengdar fréttir

The Sun bað Schweinsteiger afsökunar

Enska götublaðið The Sun hefur beðið Bastian Schweinsteiger afsökunar á fyrirsögn sem birtist á vefsíðu þess fyrr í vikunni.

Moyes: Styttist í að Fellaini skori mark

David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United, finnst Belginn Marouane Fellaini allur að vera koma til og að spila mun betur þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×