Kvikmyndin var verðlaunuð fyrir bestu tökustaðina en hún var tekin upp á Íslandi, New York, Los Angeles og Vancouver.
Sjónvarpsserían Game of Thrones var verðlaunuð fyrir bestu tökustaði í sjónvarpsþáttum en tökulið seríunnar hefur einnig verið duglegt við að taka upp á Íslandi.
Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunahátíðin er haldin en stefnt er að því að halda hana árlega.