Tónlist

Ný plata frá Michael Jackson

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Platan Xscape með Michael Jackson kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009.

Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning. Hátíðarútgáfa af plötunni mun líka innihalda lögin í sínu upprunalega formi en aðdáendur geta fyrirfram pantað hana hjá Epic Records frá og með morgundeginum.

Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain.

Nafn plötunnar vísar í heiti lags á henni eins og tíðkast með Michael Jackson-plötur, til að mynda Thriller, Bad, Dangerous og Invincible.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×