Enski boltinn

Liðsfélagarnir ekki gamlir þegar Giggs spilaði fyrsta leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Vísir/Getty
Ryan Giggs átti mjög góðan leik með Manchester United í gær þegar liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 í seinni leiknum á móti gríska liðinu Olympiacos.

Margir voru á því að Giggs hafi verið besti maður vallarins þótt að Robin Van Persie hafi skorað öll þrjú mörk liðsins í leiknum.

Ryan Giggs er fæddur 29.nóvember 1973 og var því 40 ára, 3 mánaða og 19 daga í leiknum í gær. Hann var að sjálfsögðu langelsti leikmaðurinn á vellinum en BBC tók saman hversu gamlir liðsfélagar hans voru þegar Giggs spilaði sinn fyrsta leik með United árið 1991.



Aldur leikmanna Manchester United þegar Giggs lék sinn fyrsta leik með Manchester United:

David de Gea - markvörður (3 mánaða)

Patrice Evra - vinstri bakvörður (9 ára, 2 mánaða)

Rio Ferdinand - miðvörður (12 ára, 4 mánaða)

Phil Jones - miðvörður (ekki fæddur)

Rafael - hægri bakvörður (8 mánaða)

Danny Welbeck- vinstri vængur (3 mánaða)

Ryan Giggs - miðjumaður

Michael Carrick - miðjumaður (9 ára, 8 mánaða)

Antonio Valencia - hægri vængur (5 ára, 7 mánaða)

Wayne Rooney - framherji (5 ára, 4 mánaða)

Robin van Persie - framherji (7 ára, 7 mánaða)

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Moyes: Giggs er frík

Hinn fertugi Ryan Giggs átti stórleik í 3-0 sigri Manchester United á Olympiakos í kvöld.

Rooney: Getur verið byrjunin á tímabilinu fyrir okkur

Wayne Rooney var að sjálfsögðu kátur eftir 3-0 sigur Manchester United á gríska liðinu Olympiacos í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar í gær. United-liðið þurfti að vinna upp tveggja marka forskot Grikkjanna og það tókst þökk sé þrennu frá Robin Van Persie.

Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.

Moyes: Við getum unnið Meistaradeildina

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, upplifði langþráða sigurstund á Old Trafford í gærkvöldi þegar United-liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á gríska liðinu Olympiacos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×