Mark Arons í fyrri viðureigninni gegn rússneska liðinu Anzhi tryggði liðinu sæti í næstu umferð. Liðin skildu jöfn í Rússlandi í kvöld, 0-0, en Aron spilaði allan leikinn.
Jürgen Klinsmann, þjálfari Bandaríkjanna, notaði tækifærið til að óska Aroni til hamingju með sigurinn á Twitter-síðu sinni í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.
Aron er einn markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar og þykir mjög líklegur til að vera í HM-hópi Bandaríkjanna í sumar.
Congrats to #USMNT@Aronjo20 and @AZ for advancing to the quarterfinals of the #EuropaLeague. Keep it going !!
— Jürgen Klinsmann (@J_Klinsmann) March 20, 2014