Föstudagskvöld í Kænugarði Heimir Már Pétursson í Kænugarði skrifar 21. mars 2014 22:53 Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar