Kvikmyndin Firelight, úr smiðju Spielbergs, var framleidd fyrir minna en hálfa milljón og var sýnd í einu kvikmyndahúsi þegar hún svo kom út, árið 1964.
Framleiðslufyrirtækið á bakvið Firelight fór svo á hausinn og týndi efninu.
Myndin hefur aldrei fundist síðan, fyrir utan þessa fjögurra mínútna klippu sem fannst fyrir nokkrum árum, og hefur verið að fara sem eldur í sínu um netheima á nýjan leik undanfarið.
Firelight fjallar um hóp vísindamanna frá Arizona sem hefja leit að geimverum og hér að neðan má sjá umrædda klippu úr myndinni.