Calvin Klein: Íslenskir hönnuðir ættu að sækja sér reynslu erlendis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. mars 2014 19:45 Fatahönnuðurinn Calvin Klein ráðleggur ungum íslenskum hönnuðum að sækja sér reynslu á erlendum markaði. Hann er heiðursgestur HönnunarMars sem stendur nú yfir. Líkt og undanfarin ár hófst HönnunarMars með fyrirlestradegi en meðal fyrirlesara í dag var tískugoðsögnin Calvin Klein. Hann er hér á vegum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar, en hún starfaði sem hönnuður hjá fyrirtæki hans í New York í sex ár. Klein lætur vel af samstarfi þeirra „Steinunn er frábær hönnuður og þegar hún sagði mér að hún ætlaði að flytja aftur til Íslands reyndi ég hvað ég gat til að halda henni lengur. Við erum mjög góðir vinir og höfum alltaf haldið sambandi,“ segir hann og bætir því við að hann hafi lengi langað að koma til Íslands. „Við ætlum í útsýnisferð í þyrlu um landið á morgun og ég hlakka mikið til.“ Calvin Klein er einn frægasti og áhrifamesti tískuhönnuður samtímans. Hann stofnaði tískuhús undir eigin nafni árið 1968 og er hvað þekktastur fyrir klassíska hönnun á gallabuxum og nærfötum. Hann hvetur upprennandi íslenska hönnuði til að sækja sér reynslu á erlendan markað, einkum til London og New York. „Það er mikilvægt að fara þangað sem markaðurinn er stærstur. Þar er mesta eftirspurnin eftir nýjum hæfileikum.“ HönnunarMars Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Fatahönnuðurinn Calvin Klein ráðleggur ungum íslenskum hönnuðum að sækja sér reynslu á erlendum markaði. Hann er heiðursgestur HönnunarMars sem stendur nú yfir. Líkt og undanfarin ár hófst HönnunarMars með fyrirlestradegi en meðal fyrirlesara í dag var tískugoðsögnin Calvin Klein. Hann er hér á vegum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar, en hún starfaði sem hönnuður hjá fyrirtæki hans í New York í sex ár. Klein lætur vel af samstarfi þeirra „Steinunn er frábær hönnuður og þegar hún sagði mér að hún ætlaði að flytja aftur til Íslands reyndi ég hvað ég gat til að halda henni lengur. Við erum mjög góðir vinir og höfum alltaf haldið sambandi,“ segir hann og bætir því við að hann hafi lengi langað að koma til Íslands. „Við ætlum í útsýnisferð í þyrlu um landið á morgun og ég hlakka mikið til.“ Calvin Klein er einn frægasti og áhrifamesti tískuhönnuður samtímans. Hann stofnaði tískuhús undir eigin nafni árið 1968 og er hvað þekktastur fyrir klassíska hönnun á gallabuxum og nærfötum. Hann hvetur upprennandi íslenska hönnuði til að sækja sér reynslu á erlendan markað, einkum til London og New York. „Það er mikilvægt að fara þangað sem markaðurinn er stærstur. Þar er mesta eftirspurnin eftir nýjum hæfileikum.“
HönnunarMars Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira