Innlent

Ófært víða um land

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ófært er um Krísuvíkurveg við Kleifarvatn.
Ófært er um Krísuvíkurveg við Kleifarvatn.
Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi hjá Vegagerðinni er óveður á Suðvesturlandi en vegir að mestu leiti greiðfærir, eins er óveður á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi eru hálkublettir í uppsveitum. Ófært er um Krísuvíkurveg við Kleifarvatn.

Það eru hálkublettir og snjóþekja víða á Vesturlandi. Ófært og óveður er á Fróðárheiði. Óveður er á norðanverðu Snæfellsnesi. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Óveður er við Hafnarfjall.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum og víða skafrenningur á fjallvegum. Ófært og stórhríð er á Kleifaheiði og beðið með mokstur.

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi en þæfingsfærð á Þverárfjalli.  Vegurinn um Hólasand er ófær og þungfært er í Bárðardal.

Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði og verður ekki mokað í dag.

Víða er hálka eða hálkublettir á Austurlandi en snjóþekja á Fjarðarheiði.  Greiðfært er að mestu frá Reyðarfirði og áfram með suðausturströndinni.


Tengdar fréttir

Spá allt að 50 metrum á sekúndu

Þar sem sem snjór og ís er fyrir verður flughált við þessar aðstæður síðar í dag og kvöld. Reikna má með hviðum 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×