Ísland vann Svíþjóð og fékk brons á Algarve Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2014 12:56 Frábær árangur hjá stelpunum. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00
Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45