„Ég nota eins mörg blótsyrði og ég kann. Ég blóta ekki í kringum dóttur mína sem er sjö ára en ég geri það í kringum dóttur mína sem er tveggja ára því hún skilur ekkert hvað ég er að segja,“ segir leikarinn.
Jason leikstýrir einnig Bad Words en hún snýst um bitran mann sem tekur þátt í stafsetningakeppnum. Myndin er vægast sagt ekki fyrir alla fjölskylduna sökum orðbragðs og gerir leikarinn sér grein fyrir því.
„Dætur mínar munu aldrei sjá þessa mynd.“