Innlent

Óveður um mestallt land fram á morgun

Visir/Stefán
Spáð er verulegu óveðri víða á landinu í nótt og fram á morgun. Illfært er orðið á Austulandi en þar er spáð mikilli úrkomu og slyddu á láglendi fram á morgun.  Veður fer versnandi á Norðurlandi og Vestfjörðum með mikilli veðurhæð og úrkomu.  Víða eru vegir lokaðir vegna þæfings og hálku. Mikilli ofankomu og stormi er spáð um mestallt land og farþegar á milli Ketiláss og Siglufjarðar eru beðnir um að gæta ítrustu varúðar vegna mögulegrar snjóflóðahættu.

Búast má við þungri færð vegna ofankomu og skafrennings á Norðan og Austanverðu landinu í nótt og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×