Handbolti

Fram og ÍBV eiga flest lið í bikarúrslitum yngri flokka í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fram hefur titil að verja í 3. flokki kvenna.
Fram hefur titil að verja í 3. flokki kvenna. Mynd/Fram.is
Allir bikarúrslitaleikir yngri flokka handboltans í ár fara fram í Laugardalshöllinni í dag og eru þeir með sömu umgjörð og bikarúrslitaleikir meistaraflokkanna í gær.

Kvennalið Vals og karlalið Hauka tryggðu sér bikarmeistaratitla í gær en í dag bætast sjö nýir bikarmeistarar í hópinn.

Fjörið byrjar með úrslitaleik í 4. flokki kvenna á milli ÍBV og KA/Þór en sá leikur hefst klukkan 10.00. Síðasti úrslitaleikur dagsins er síðan klukkan 20.00 í kvöld á milli Aftureldingar og Vals í 2. flokki karla.

Fram og ÍBV eiga flest lið í bikarúrslitum yngri flokka í handbolta í dag. Eyjamenn eiga lið í úrslitaleik 4. flokks kvenna, 4. flokks karla og 3. flokks kvenna. Framarar eiga lið í 4. flokki kvenna, 3. flokki kvenna og 3. flokki karla.

Úrslitaleikir yngri flokka í Coca Cola bikarnum sunnudaginn 2. mars 2014:

Sun. 2.mar.2014     10.00     Bikark. 4.kv Y     Laugardalshöll     ÍBV - KA/Þór

Sun. 2.mar.2014     11:30     Bikark. 4.ka Y     Laugardalshöll     FH - Haukar

Sun. 2.mar.2014     13.00     Bikark. 4.kv E     Laugardalshöll     Fram - KA/Þór

Sun. 2.mar.2014     14.30     Bikark. 4.ka E     Laugardalshöll     ÍBV - ÍR

Sun. 2.mar.2014     16.00     Bikark. 3.kv     Laugardalshöll     Fram - ÍBV

Sun. 2.mar.2014     18.00     Bikark. 3.ka     Laugardalshöll     Fram - Selfoss

Sun. 2.mar.2014     20.00     Bikark. 2.fl     Laugardalshöll     Afturelding - Valur

Allir leikirnir verða sýndir beint á www.sporttv.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×