Tónlist

Miði.is hrundi vegna álags

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ætli Justin sé hissa á vinsældum sínum á Íslandi?
Ætli Justin sé hissa á vinsældum sínum á Íslandi? Vísir/Getty
Álagið á miðasölukerfi Miða.is var svo mikið að það hrundi skömmu eftir að miðasala á tónleika Justins Timberlake fór í gang í morgun. Æstir aðdáendur Justins Timberlake reyna nú eftir fremsta megni að ná sér í miða á tónleika en miðasala liggur niðri sem stendur.

Talið er að um 59.000 tengingar hafi verið á síðunni á sömu sekúndunni, sem þýðir á góðri íslensku, að 59.000 manns voru að reyna ná sér í miða á sömu sekúndunni.

Miði.is reynir nú eftir fremsta megni að koma kerfinu í gang aftur, svo miðasala geti haldið áfram.

Því er ekki orðið uppselt á tónleikana en talið er að álagið hafi verið talsvert meira á Miði.is í morgun heldur en í gær og fyrradag, þegar að forsölurnar fóru í gang.

Almenn miðasala á tónleika Justins Timberlake hófst í morgun klukkan 10.00. Sökum mikillar eftirspurnar í forsölum sem fram fóru í gær og fyrradag eru einungis 8.000 miðar í boði í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×