Mokar út mannbroddum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 10:30 Jónína segir söluna hafa gengið vel í vetur. „Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði. Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði.
Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira