Tónlist

David Bowie hreppti Brit-verðlaun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Arctic Monkeys var sigurvegari Brit-verðlaunanna sem voru afhent í O2 Arena í London í gærkvöldi. Sveitin hlaut verðlaun sem besta breska sveitin og fyrir bestu, bresku plötu ársins.

Þá gekk David Bowie, 67 ára, einnig sáttur frá borði og hlaut verðlaun sem besti, breski sóló karllistamaðurinn. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu í áratug, The Next Day, en hefur ekki haldið eina einustu tónleika til að kynna hana. Hann mætti ekki á verðlaunahátíðina í gær.

Spéfuglinn James Corden var kynnir á hátíðinni en meðal listamanna sem skemmtu áhorfendum voru Beyoncé, Katy Perry, Pharrell og Bruno Mars.

Heildarlisti yfir sigurvegara:


Besti framleiðandinn: Flood & Alan Moulder

Besti breski nýliðinn: Bastille

Besti breski sóló kvenlistamaðurinn: Ellie Goulding

Besta hljómsveit: Arctic Monkeys

Besti breski sóló karllistamaðurinn: David Bowie

Besta breska smáskífan: Rudimental ft Ella Eyre – Waiting All Night

Besta breska myndbandið: One Direction – Best Song Ever

Critics‘ Choice-verðlaunin: Sam Smith

Besti alþjóðlegi sóló kvenlistamaðurinn: Lorde

Besta alþjóðlega hljómsveitin: Daft Punk

Besti alþjóðlegi sóló karllistamaðurinn: Bruno Mars

Alþjóðleg velgengni: One Direction

Breska plata ársins: Arctic Monkeys








Fleiri fréttir

Sjá meira


×