Segir 90 prósent heimsbyggðarinnar sammála Pútín Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 16:17 Bernie Ecclestone VISIR/AFP Bernie Ecclestone, formúlujöfur, segist sammála hinni hertu löggjöf sem bannar umfjöllun um samkynhneigð í Rússlandi. Þessu lýsti Ecclestone yfir í viðtali við CNN þar sem hann tók upp hanskann fyrir Pútín. „Hann hefur ekki sagt að hann sé ósammála (samkynhneigðum) heldur einungis að hann vilji ekki að áróðri fyrir samkynhneigð sé beint að börnum undir 18 ára aldri,“ sagði Ecclestone þegar hann sakaði gagnrýnendur Pútíns um oftúlkanir. „Ég er fullkomlega sammála þessum viðhorfum og ef gerð yrði skoðanakönnun meðal allra jarðarbúa kæmi í ljós að 90% heimsbyggðarinnar væru það einnig,“ bætti Ecclestone við. Þeir Pútín hittust á fundi í febrúar í fyrra til að ræða fyrirhugaða formúlukeppni í Sotsjí, en brautin mun liggja umhverfis aðstöðuna sem nú er í fullri notkun á yfirstandandi Vetrarólympíuleikum. Bernie Ecclestone lýsti því yfir í kjölfarið að hann dáðist að manninum fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum, skoðunum sem hinn 83 ára formúluforkólfur segist fullkomlega sammála. Formúla Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Kynhneigð ekki vandamál á ÓL í Sotsjí Vetrarólympíuleikarnir í rússnesku borginni Sotsjí við Svartahaf verða settir 7. febrúar. Sendiherra Rússa á Íslandi segir að fyllsta öryggis nærstaddra verði gætt og að allir gestir verði boðnir velkomnir. 30. janúar 2014 07:45 Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. 4. febrúar 2014 11:15 Segir sjónarmiðum Íslands hafa verið komið á framfæri Illugi Gunnarsson svaraði hvort honum hafi gefist tækifæri til þess á að koma sjónarmiðum ríkisstjórnar Íslands til mannréttindamála hinsegin fólks á framfæri í Sotsjí. 18. febrúar 2014 14:25 Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Vladimir Putin sagði á föstudag að samkynhneigðir gætu andað rólega í Sochi, á meðan þeir létu börn vera. Gylfi Ægisson, "andstæðingur klámvæðingar“ var fljótur að koma auga á þennan bandamanns sinn. 18. janúar 2014 12:20 Pútín herðir lög gegn mótmælum Lögin umdeildu, sem samþykkt voru með hraði síðasta sumar, hafa nú verið hert stuttu fyrir Ólympíuleikana. 4. febrúar 2014 11:45 Sjón og kollegar hans skora á Pútín Lögin sem samþykkt hafa verið að undanförnu í Rússlandi og setja verulegar skorður á umræðu um samkynhneigð og guðlast eru ógn við frelsið. Þetta segja tvöhundruð rithöfundar frá þrjátíu löndum sem í dag birta opið bréf í breska blaðið Guardian þar sem þeir skora á Vladímír Pútín Rússlandsforseta að nema lögin úr gildi. 6. febrúar 2014 10:06 Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33 Samkynhneigður fyrrverandi þingmaður handtekinn í Sotsjí Lögreglan í Sotsjí kannast ekki við að hafa handtekið fyrrum ítalskan þingmann. 17. febrúar 2014 13:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Bernie Ecclestone, formúlujöfur, segist sammála hinni hertu löggjöf sem bannar umfjöllun um samkynhneigð í Rússlandi. Þessu lýsti Ecclestone yfir í viðtali við CNN þar sem hann tók upp hanskann fyrir Pútín. „Hann hefur ekki sagt að hann sé ósammála (samkynhneigðum) heldur einungis að hann vilji ekki að áróðri fyrir samkynhneigð sé beint að börnum undir 18 ára aldri,“ sagði Ecclestone þegar hann sakaði gagnrýnendur Pútíns um oftúlkanir. „Ég er fullkomlega sammála þessum viðhorfum og ef gerð yrði skoðanakönnun meðal allra jarðarbúa kæmi í ljós að 90% heimsbyggðarinnar væru það einnig,“ bætti Ecclestone við. Þeir Pútín hittust á fundi í febrúar í fyrra til að ræða fyrirhugaða formúlukeppni í Sotsjí, en brautin mun liggja umhverfis aðstöðuna sem nú er í fullri notkun á yfirstandandi Vetrarólympíuleikum. Bernie Ecclestone lýsti því yfir í kjölfarið að hann dáðist að manninum fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum, skoðunum sem hinn 83 ára formúluforkólfur segist fullkomlega sammála.
Formúla Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Kynhneigð ekki vandamál á ÓL í Sotsjí Vetrarólympíuleikarnir í rússnesku borginni Sotsjí við Svartahaf verða settir 7. febrúar. Sendiherra Rússa á Íslandi segir að fyllsta öryggis nærstaddra verði gætt og að allir gestir verði boðnir velkomnir. 30. janúar 2014 07:45 Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. 4. febrúar 2014 11:15 Segir sjónarmiðum Íslands hafa verið komið á framfæri Illugi Gunnarsson svaraði hvort honum hafi gefist tækifæri til þess á að koma sjónarmiðum ríkisstjórnar Íslands til mannréttindamála hinsegin fólks á framfæri í Sotsjí. 18. febrúar 2014 14:25 Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Vladimir Putin sagði á föstudag að samkynhneigðir gætu andað rólega í Sochi, á meðan þeir létu börn vera. Gylfi Ægisson, "andstæðingur klámvæðingar“ var fljótur að koma auga á þennan bandamanns sinn. 18. janúar 2014 12:20 Pútín herðir lög gegn mótmælum Lögin umdeildu, sem samþykkt voru með hraði síðasta sumar, hafa nú verið hert stuttu fyrir Ólympíuleikana. 4. febrúar 2014 11:45 Sjón og kollegar hans skora á Pútín Lögin sem samþykkt hafa verið að undanförnu í Rússlandi og setja verulegar skorður á umræðu um samkynhneigð og guðlast eru ógn við frelsið. Þetta segja tvöhundruð rithöfundar frá þrjátíu löndum sem í dag birta opið bréf í breska blaðið Guardian þar sem þeir skora á Vladímír Pútín Rússlandsforseta að nema lögin úr gildi. 6. febrúar 2014 10:06 Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33 Samkynhneigður fyrrverandi þingmaður handtekinn í Sotsjí Lögreglan í Sotsjí kannast ekki við að hafa handtekið fyrrum ítalskan þingmann. 17. febrúar 2014 13:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kynhneigð ekki vandamál á ÓL í Sotsjí Vetrarólympíuleikarnir í rússnesku borginni Sotsjí við Svartahaf verða settir 7. febrúar. Sendiherra Rússa á Íslandi segir að fyllsta öryggis nærstaddra verði gætt og að allir gestir verði boðnir velkomnir. 30. janúar 2014 07:45
Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. 4. febrúar 2014 11:15
Segir sjónarmiðum Íslands hafa verið komið á framfæri Illugi Gunnarsson svaraði hvort honum hafi gefist tækifæri til þess á að koma sjónarmiðum ríkisstjórnar Íslands til mannréttindamála hinsegin fólks á framfæri í Sotsjí. 18. febrúar 2014 14:25
Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Vladimir Putin sagði á föstudag að samkynhneigðir gætu andað rólega í Sochi, á meðan þeir létu börn vera. Gylfi Ægisson, "andstæðingur klámvæðingar“ var fljótur að koma auga á þennan bandamanns sinn. 18. janúar 2014 12:20
Pútín herðir lög gegn mótmælum Lögin umdeildu, sem samþykkt voru með hraði síðasta sumar, hafa nú verið hert stuttu fyrir Ólympíuleikana. 4. febrúar 2014 11:45
Sjón og kollegar hans skora á Pútín Lögin sem samþykkt hafa verið að undanförnu í Rússlandi og setja verulegar skorður á umræðu um samkynhneigð og guðlast eru ógn við frelsið. Þetta segja tvöhundruð rithöfundar frá þrjátíu löndum sem í dag birta opið bréf í breska blaðið Guardian þar sem þeir skora á Vladímír Pútín Rússlandsforseta að nema lögin úr gildi. 6. febrúar 2014 10:06
Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33
Samkynhneigður fyrrverandi þingmaður handtekinn í Sotsjí Lögreglan í Sotsjí kannast ekki við að hafa handtekið fyrrum ítalskan þingmann. 17. febrúar 2014 13:02