Kosningu um verkfallsboðun hjá framhaldsskólakennurum lauk nú rétt í þessu.
Kosningin hefur staðið yfir síðan á þriðjudag og framkvæmd var bréfleiðis.
Í samtali við Vísi sagði talsmaður félags framhaldsskólakennara að hefð væri fyrir því að birta úrslit kosninganna sjö dögum eftir að kosningunni lýkur.
Því má búast við að næstu skref í kjarabaráttu kennaranna liggi ljós fyrir laugardaginn 1. mars.
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa staðið opnir síðan 31. janúar síðastliðinn og hafa kjaraviðræður kennara við ríkið staðið yfir síðan í desember í fyrra. Enn ber mikið á milli samninganefndar framhaldsskólakennara og ríksins en ríkið býðst til að mæta 17% launahækkunarkröfu kennara með 2,8% hækkun.
Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun

Tengdar fréttir

Framhaldsskólakennarar kjósa um verkfall í næstu viku
Ef verkfallsboðunin er samþykkt geta kennarar lagt niður störf um miðjan mars.

Atkvæðagreiðsla um verkfall hefst á morgun
Kennsla í framhaldsskólum landsins gæti fallið niður frá og með 17. mars, samþykki kennarar verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem hefst á morgun.