Haukar urðu bikarmeistarar kvenna í körfubolta í sjötta sinn í dag þeir þeir lögðu deildarmeistara Snæfells, 78-70, í spennandi úrslitaleik í Laugardalshöll.
Snæfellsliðið gat unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil en tókst það ekki. Lið Inga Þórs Steinþórsson varð aftur á móti deildarmeistari á dögunum.
Eðlilega fögnuðu Haukastúlkur gríðarlega í leikslok enda að leggja sjóðheitt lið Snæfells sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fangaði stemninguna í dag og fékk að fylgja Haukastúlkum eftir inn í klefa þegar þær tóku gott fagn..
Sjáðu Haukastúlkur fagna í klefanum | Myndband
Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





