Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 08:00 Omari Akhmedov Vísir/Getty Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? Omari Akhmedov er 26 ára Rússi (fæddur í Dagestan héraðinu) og hefur sigrað alla 12 bardaga sína nema einn. Samkvæmt UFC er hann ósigraður en netmiðlar eins og Sherdog skrá hann með eitt tap á bakinu. Tapið átti sér stað í hans öðrum bardaga en þar mætti hann reynslumiklum andstæðingi með 17 bardaga að baki. Af þessum 12 sigrum hafa sex sigrar komið eftir rothögg, fjórir eftir uppgjafartak og tveir farið í dómaraákvörðun. Akhmedov er, eins og svo margir rússneskir bardagamenn, með bakgrunn í Combat Sambo en þar glíma menn í júdó toppi og má þar einnig sparka og kýla. Hann er einnig með bakgrunn í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling) líkt og margir rússneskir bardagamenn. Hann var héraðsmeistari Dagestan í Combat Sambo en í Dagestan er gríðarlega sterk bardagahefð og því mikill heiður að vera héraðsmeistari þar. Hann er einnig tvöfaldur Russian National Hand-to-Hand Combat Champion og tvöfaldur Russian National Pankration Champion. Það er því ljóst að Akhmedov er afar sterkur andstæðingur. Mikill fjöldi rússneskra bardagamanna hefur gengið til liðs við UFC undanfarna 12 mánuði og hafa þeir flestir litið hrikalega vel út. Þeir eru nánast allir mjög höggþungir, grimmir og með virkilega góð köst og fellur enda margir með bakgrunn í sambó eða glímu en þar er Akhmedov engin undantekning. Omari Akhmedov hefur einu sinni áður barist í UFC en þá sigraði hann Thiago Perpétuo með rothöggi í fyrstu lotu. Bardaginn var ótrúlegur þar sem Perpétuo náði að slá Akhmedov tvisvar niður en Rússinn hélt áfram eins og vélmenni og náði að rota Perpétuo á ótrúlegan hátt. Bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins. Þetta verður fyrsti bardagi Akhmedov í veltivigtinni (170 pund) en hingað til hefur hann barist í þyngdarflokkinum fyrir ofan, millivigt (185 pund). Akhmedov er klárlega hættulegasti andstæðingur Gunnars hingað til. Þetta hljómar eins og gömul tugga en er eðlilegt miðað við að Gunnar heldur alltaf áfram að sigra og eðlilega fær hann því sterkari andstæðinga. Jorge Santiago og DaMarques Johnson (síðustu tveir andstæðingar Gunnars) voru eflaust þekktari bardagamenn en Akhmedov en það þýðir ekki að þeir séu betri bardagamenn. Ólíkt fyrri andstæðingum Gunnars í UFC er Akhmedov bardagamaður á fyrri stigum ferils síns og mun hann því koma glorhungraður til leiks líkt og Gunnar. En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Akhmedov? Styrkleikar og veikleikarAkhmedov reynir hengingu á PerpétuoVísir/GettyStyrkleikarMjög höggþungur og getur auðveldlega rotað menn með einu höggi. Gunnar þarf að passa sig á að Akhmedov lendi ekki einum af stóru krókunum sínum því þá er bardaginn líklegast búinn fyrir Gunnar.Hefur mjög góðan glímubakgrunn og er með öflug köst frá sambó bakgrunninum. Það gæti reynst erfitt fyrir Gunnar að ná honum niður þar sem sambó menn hafa gríðarlega góða felluvörn.Góða höku. Þrátt fyrir að vera kýldur niður tvisvar í fyrsta UFC bardaga sínum var Akhmedov fljótur að jafna sig en það ber merki þess að vera með góða höku.Harka! Hann er gríðarlega harður af sér eins og sást í fyrsta UFC bardaga hans. Það er ekki hægt að kenna það. Það má búast við að Akhmedov gefist ekki auðveldlega upp í bardaganum og reyni að harka ýmislegt af sér.VeikleikarVilltur standandi og opinn fyrir gagnárásum frá Gunnari. Einn af stærstu styrkleikum Gunnars er hve góður hann er í gagnárásum og það gæti hann nýtt sér gegn villtum höggum Akhmedov.Sambó mönnum gengur illa að sleppa úr slæmum stöðum í gólfinu. Það er erfitt að segja til um hversu góður Akhmedov er að sleppa úr slæmum stöðum eins og “mount” og “sidemount” en þetta hefur verið veikleiki margra sambó manna í MMA eins og t.d. Fedor Emelianenko. Í sambó er ekki lögð eins mikil áhersla á gólfglímuna eins og í Brasilísku jiu-jitsu og því lenda þeir oft í vandræðum þegar þeir lenda undir í t.d. “mount”. Gunnar er aftur á móti einn sá besti í heimi þegar kemur að stjórn í yfirburðarstöðum eins og í “mount” og því er það síðasta staðan sem Akhmedov vill vera í.Leið til sigurs: Möguleikar Akhmedov liggja helst í standandi viðureigninni, þar gæti hann hitt Gunnar með einum af sínum öflugu krókum. Þó Akhmedov sé góður glímumaður á hann minni möguleika í bardaganum ef þeir enda í gólfinu.Stóra spurningin: Fyrsta lotan! Akhmedov hefur sigrað 10 af 12 bardögum sínum í fyrstu lotu og Gunnar sigrað 9 bardaga í fyrstu lotu! Mun fyrsta lotan ráða úrslitum í þessari rimmu? Á vef MMA frétta má sjá hreyfimyndir af rothöggum Akhmedov hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Innlendar MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars Nelson í beinni - UFC á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Allir bardagar Gunnars Nelson í UFC verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin. 21. febrúar 2014 17:30 Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? Omari Akhmedov er 26 ára Rússi (fæddur í Dagestan héraðinu) og hefur sigrað alla 12 bardaga sína nema einn. Samkvæmt UFC er hann ósigraður en netmiðlar eins og Sherdog skrá hann með eitt tap á bakinu. Tapið átti sér stað í hans öðrum bardaga en þar mætti hann reynslumiklum andstæðingi með 17 bardaga að baki. Af þessum 12 sigrum hafa sex sigrar komið eftir rothögg, fjórir eftir uppgjafartak og tveir farið í dómaraákvörðun. Akhmedov er, eins og svo margir rússneskir bardagamenn, með bakgrunn í Combat Sambo en þar glíma menn í júdó toppi og má þar einnig sparka og kýla. Hann er einnig með bakgrunn í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling) líkt og margir rússneskir bardagamenn. Hann var héraðsmeistari Dagestan í Combat Sambo en í Dagestan er gríðarlega sterk bardagahefð og því mikill heiður að vera héraðsmeistari þar. Hann er einnig tvöfaldur Russian National Hand-to-Hand Combat Champion og tvöfaldur Russian National Pankration Champion. Það er því ljóst að Akhmedov er afar sterkur andstæðingur. Mikill fjöldi rússneskra bardagamanna hefur gengið til liðs við UFC undanfarna 12 mánuði og hafa þeir flestir litið hrikalega vel út. Þeir eru nánast allir mjög höggþungir, grimmir og með virkilega góð köst og fellur enda margir með bakgrunn í sambó eða glímu en þar er Akhmedov engin undantekning. Omari Akhmedov hefur einu sinni áður barist í UFC en þá sigraði hann Thiago Perpétuo með rothöggi í fyrstu lotu. Bardaginn var ótrúlegur þar sem Perpétuo náði að slá Akhmedov tvisvar niður en Rússinn hélt áfram eins og vélmenni og náði að rota Perpétuo á ótrúlegan hátt. Bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins. Þetta verður fyrsti bardagi Akhmedov í veltivigtinni (170 pund) en hingað til hefur hann barist í þyngdarflokkinum fyrir ofan, millivigt (185 pund). Akhmedov er klárlega hættulegasti andstæðingur Gunnars hingað til. Þetta hljómar eins og gömul tugga en er eðlilegt miðað við að Gunnar heldur alltaf áfram að sigra og eðlilega fær hann því sterkari andstæðinga. Jorge Santiago og DaMarques Johnson (síðustu tveir andstæðingar Gunnars) voru eflaust þekktari bardagamenn en Akhmedov en það þýðir ekki að þeir séu betri bardagamenn. Ólíkt fyrri andstæðingum Gunnars í UFC er Akhmedov bardagamaður á fyrri stigum ferils síns og mun hann því koma glorhungraður til leiks líkt og Gunnar. En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Akhmedov? Styrkleikar og veikleikarAkhmedov reynir hengingu á PerpétuoVísir/GettyStyrkleikarMjög höggþungur og getur auðveldlega rotað menn með einu höggi. Gunnar þarf að passa sig á að Akhmedov lendi ekki einum af stóru krókunum sínum því þá er bardaginn líklegast búinn fyrir Gunnar.Hefur mjög góðan glímubakgrunn og er með öflug köst frá sambó bakgrunninum. Það gæti reynst erfitt fyrir Gunnar að ná honum niður þar sem sambó menn hafa gríðarlega góða felluvörn.Góða höku. Þrátt fyrir að vera kýldur niður tvisvar í fyrsta UFC bardaga sínum var Akhmedov fljótur að jafna sig en það ber merki þess að vera með góða höku.Harka! Hann er gríðarlega harður af sér eins og sást í fyrsta UFC bardaga hans. Það er ekki hægt að kenna það. Það má búast við að Akhmedov gefist ekki auðveldlega upp í bardaganum og reyni að harka ýmislegt af sér.VeikleikarVilltur standandi og opinn fyrir gagnárásum frá Gunnari. Einn af stærstu styrkleikum Gunnars er hve góður hann er í gagnárásum og það gæti hann nýtt sér gegn villtum höggum Akhmedov.Sambó mönnum gengur illa að sleppa úr slæmum stöðum í gólfinu. Það er erfitt að segja til um hversu góður Akhmedov er að sleppa úr slæmum stöðum eins og “mount” og “sidemount” en þetta hefur verið veikleiki margra sambó manna í MMA eins og t.d. Fedor Emelianenko. Í sambó er ekki lögð eins mikil áhersla á gólfglímuna eins og í Brasilísku jiu-jitsu og því lenda þeir oft í vandræðum þegar þeir lenda undir í t.d. “mount”. Gunnar er aftur á móti einn sá besti í heimi þegar kemur að stjórn í yfirburðarstöðum eins og í “mount” og því er það síðasta staðan sem Akhmedov vill vera í.Leið til sigurs: Möguleikar Akhmedov liggja helst í standandi viðureigninni, þar gæti hann hitt Gunnar með einum af sínum öflugu krókum. Þó Akhmedov sé góður glímumaður á hann minni möguleika í bardaganum ef þeir enda í gólfinu.Stóra spurningin: Fyrsta lotan! Akhmedov hefur sigrað 10 af 12 bardögum sínum í fyrstu lotu og Gunnar sigrað 9 bardaga í fyrstu lotu! Mun fyrsta lotan ráða úrslitum í þessari rimmu? Á vef MMA frétta má sjá hreyfimyndir af rothöggum Akhmedov hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Innlendar MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars Nelson í beinni - UFC á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Allir bardagar Gunnars Nelson í UFC verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin. 21. febrúar 2014 17:30 Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Bardagi Gunnars Nelson í beinni - UFC á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Allir bardagar Gunnars Nelson í UFC verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin. 21. febrúar 2014 17:30
Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45
Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30
Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30