Valskonur bikarmeistarar þriðja árið í röð - Viðtöl og myndir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 1. mars 2014 00:01 Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í bikarkeppni kvenna í handbolta í dag þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 24-19, í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Valskonur hafa þar með unnið bikarinn þrjú ár í röð og alls sex sinnum frá upphafi. Frábær vörn Valsliðsins í seinni hálfleiknum lagði öðrum fremur grunninn að sigrinum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir byrjuðu ekki tímabilið með Val en þær áttu báðar frábæran leik í dag. Anna var frábær í vörninni og skoraði að auki átta mörk. Berglind varði 22 skot í markinu og yfir 55 prósent skota sem á hana komu. Stjörnuliðið var 10-9 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir, 13-10, í upphafi seinni háfleiksins. Valsvörnin fór þá í gang fyrir alvöru og þær unnu síðustu 25 mínútur leiksins 14-6. Valsliðið tók öll völd í leiknum um miðjan hálfleikinn þegar þær skoruðu fimm mörk í röð, fengu ekki á sig mark í tíu mínútur og komust yfir í 21-17. Eftir það var leikurinn í höndum Hlíðarendakvenna. Eins og oft vill verða í hröðum spennandi leikjum var mikið um mistök en Valur náði fyrr tökum á spennustiginu og seigt hægt en örugglega fram úr í seinni hálfleik með frábæra vörn og markvörslu að vopni auk þess sem reynslu miklir leikmenn liðsins stjórnuðu leiknum af öryggi. Stjarnan náði aldrei að brjóta frábæra vörn Vals á bak aftur á sama tíma og Valur fann lausnir á vörn Stjörnunnar sem gaf eftir er leið á leikinn.Anna Úrsúla: Hátindur ferilsins að vera bikarmeistari „Það er svakalega góður árangur og við erum hrikalega sátt við okkur,“ sagði Anna Úrsúla um þá staðreynd að Valur hefur unnið bikarinn þrjú ár í röð. „Maður verður aldrei saddur og heldur alltaf áfram. Maður vill vera sigurvegari. „Markmaðurinn er magnaður. Hún er nýkomin aftur eftir tveggja ára frí. Hún er ótrúleg. Hún átti þessa vörn með okkur. „Við náum okkar styrkleikum inn í seinni hálfleiks sem voru ekki alveg inni í fyrri hálfleik og svo kom markvarslan með. Þá vissum við að þetta var að koma. „Það er alltaf mjög skemmtilegt að koma hingað og spila í Höllinni. Það er fullt af fólki og þetta er hátindur ferilsins, að vera bikarmeistari,“ sagði Anna Úrsúla.Berglind Íris: Gaman að fá að taka þátt í þessu „Ég var og er hætt í raun og veru. Ég kem bara inn þegar Jenný (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) meiðist alvarlega og það er gaman að fá að taka þátt í þessu, lyfta bikar,“ sagði Berglind Íris Guðmundsdóttir sem fór á kostum í marki Vals í dag. „Mér leið vel og það er frábært að spila fyrir aftan þessar stelpur sem gefa allt í þetta og hjálpa manni svo mikið. Það er ómetanlegt,“ sagði Berglind Íris sem skartaði vænu glóðurauga eftir leikinn. „Ég fékk skot í hausinn úr horninu. Þetta er hluti af þessu. Stefán er líka með glóðurauga þannig að við erum í stíl,“ sagði Berglind og átti þá við Stefán Arnarsson þjálfara Vals.Skúli: Náum ekki að keyra á þær „Við skorum 19 mörk í leiknum og þá gefur augað leið að miðað við fjölda sókna þá er það of lítið til að klára svona leik,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við náum ekki að keyra nóg á þær og keyra hraðaupphlaupin okkar. Við vorum ekki nógu grimmar í seinni hluta seinni hálfleiks. Klikkum á færum og skutum ekki eins og við ætluðum að skjóta. „Þær fengu meira af ódýrum mörkum eins og eftir fráköst. „Við erum með frábært lið og förum í alla leiki til að vinna og hugsum ekki öðruvísi en það er mjög breytt aldursbil í liðinu og við látum þetta bara efla okkur. „Þeir segja það þessir allra bestu að maður þarf að tapa áður en maður vinnur,“ sagði Skúli.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í bikarkeppni kvenna í handbolta í dag þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 24-19, í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Valskonur hafa þar með unnið bikarinn þrjú ár í röð og alls sex sinnum frá upphafi. Frábær vörn Valsliðsins í seinni hálfleiknum lagði öðrum fremur grunninn að sigrinum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir byrjuðu ekki tímabilið með Val en þær áttu báðar frábæran leik í dag. Anna var frábær í vörninni og skoraði að auki átta mörk. Berglind varði 22 skot í markinu og yfir 55 prósent skota sem á hana komu. Stjörnuliðið var 10-9 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir, 13-10, í upphafi seinni háfleiksins. Valsvörnin fór þá í gang fyrir alvöru og þær unnu síðustu 25 mínútur leiksins 14-6. Valsliðið tók öll völd í leiknum um miðjan hálfleikinn þegar þær skoruðu fimm mörk í röð, fengu ekki á sig mark í tíu mínútur og komust yfir í 21-17. Eftir það var leikurinn í höndum Hlíðarendakvenna. Eins og oft vill verða í hröðum spennandi leikjum var mikið um mistök en Valur náði fyrr tökum á spennustiginu og seigt hægt en örugglega fram úr í seinni hálfleik með frábæra vörn og markvörslu að vopni auk þess sem reynslu miklir leikmenn liðsins stjórnuðu leiknum af öryggi. Stjarnan náði aldrei að brjóta frábæra vörn Vals á bak aftur á sama tíma og Valur fann lausnir á vörn Stjörnunnar sem gaf eftir er leið á leikinn.Anna Úrsúla: Hátindur ferilsins að vera bikarmeistari „Það er svakalega góður árangur og við erum hrikalega sátt við okkur,“ sagði Anna Úrsúla um þá staðreynd að Valur hefur unnið bikarinn þrjú ár í röð. „Maður verður aldrei saddur og heldur alltaf áfram. Maður vill vera sigurvegari. „Markmaðurinn er magnaður. Hún er nýkomin aftur eftir tveggja ára frí. Hún er ótrúleg. Hún átti þessa vörn með okkur. „Við náum okkar styrkleikum inn í seinni hálfleiks sem voru ekki alveg inni í fyrri hálfleik og svo kom markvarslan með. Þá vissum við að þetta var að koma. „Það er alltaf mjög skemmtilegt að koma hingað og spila í Höllinni. Það er fullt af fólki og þetta er hátindur ferilsins, að vera bikarmeistari,“ sagði Anna Úrsúla.Berglind Íris: Gaman að fá að taka þátt í þessu „Ég var og er hætt í raun og veru. Ég kem bara inn þegar Jenný (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) meiðist alvarlega og það er gaman að fá að taka þátt í þessu, lyfta bikar,“ sagði Berglind Íris Guðmundsdóttir sem fór á kostum í marki Vals í dag. „Mér leið vel og það er frábært að spila fyrir aftan þessar stelpur sem gefa allt í þetta og hjálpa manni svo mikið. Það er ómetanlegt,“ sagði Berglind Íris sem skartaði vænu glóðurauga eftir leikinn. „Ég fékk skot í hausinn úr horninu. Þetta er hluti af þessu. Stefán er líka með glóðurauga þannig að við erum í stíl,“ sagði Berglind og átti þá við Stefán Arnarsson þjálfara Vals.Skúli: Náum ekki að keyra á þær „Við skorum 19 mörk í leiknum og þá gefur augað leið að miðað við fjölda sókna þá er það of lítið til að klára svona leik,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við náum ekki að keyra nóg á þær og keyra hraðaupphlaupin okkar. Við vorum ekki nógu grimmar í seinni hluta seinni hálfleiks. Klikkum á færum og skutum ekki eins og við ætluðum að skjóta. „Þær fengu meira af ódýrum mörkum eins og eftir fráköst. „Við erum með frábært lið og förum í alla leiki til að vinna og hugsum ekki öðruvísi en það er mjög breytt aldursbil í liðinu og við látum þetta bara efla okkur. „Þeir segja það þessir allra bestu að maður þarf að tapa áður en maður vinnur,“ sagði Skúli.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti