Tónlist

Gítarleikari Kiss elskar Ísland

Hljómsveitin Meik og Bruce Kulick á tónleikum á Spot.
Hljómsveitin Meik og Bruce Kulick á tónleikum á Spot. mynd/örlygur smári
Bruce Kulick fyrrum gítarleikari Kiss lýsti yfir ánægju sinni með ferð sína til Íslands. Hann kom hingað til lands undir lok síðasta mánaðar og kom fram með hljómsveitinni Meik en það er hljómsveit sem leikur tónlist til heiðurs Kiss.

Kulick fór fögrum orðum um íslensku tónlistarmennina sem skipa sveitina en fagmaður í hverju rúmi. Hljómsveitina Meik skipa Magni Ásgeirsson söngvari, Einar Þór Jóhannsson, Jón Elvar Hafsteinsson og Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikarar, Eiður Arnarsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Gítargoðsögnin sóttu nokkra af helstu ferðamannstöðum landsins og varð heillaður af landinu. Bruce kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988.

Hér má lesa skemmtilegan ferðapistil Kulicks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×