Gera ráð fyrir slæmu veðri á fjallvegum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2014 09:51 Vísir/GVA Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni. Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni.
Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira