Sýknaðir í Vafningsmálinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2014 16:15 Guðmundur Hjaltason er hér lengst til vinstri og Lárus Welding, lengst til hægri. Þórður Bogason, lögmaður Guðmundar og fyrrum bekkjarbróðir hvíslar hér einhverju að honum. Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15
Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17