Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum.
ÍR fékk 145 stig og lið Norðurlands (UMSS, UMSE, UFA og HSÞ) varð í öðru sæti með 141 stig. FH fékk bronsið með 132 stig.
Bestum árangri náði Óðinn Björn Þorsteinsson Ármanni en þetta var hans fyrsta mót í vetur. Óðinn varpaði kúlunni 18,81 metra og hlaut fyrir það 1.050 stig samkvæmt alþjóðlegu stigatöflu IAAF.
Hafdís Sigurðardóttir, Norðurlandi, átti bestan árangur kvenna en hún stökk 6,26 metra í langstökki. Fyrir afrekið hlaut hún 1043 stig. Hafdís sigraði einnig í 60 m hlaupi og var í sigurveit norðlensku kvennanna í 4x400 m boðhlaupi.
Nánar má lesa um mótið hér.
