"Ekki laust við fæðingarþunglyndi eftir allt saman“ 17. febrúar 2014 16:44 Logi Pedro og Karin „Við erum ung hljómsveit, minna en árs-gömul, en það er búið að vera svo gaman hjá okkur í stúdíói að við erum búin að búa til fullt af efni," segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, en hann gefur út fyrstu smáskífu sveitarinnar Highlands, sem hann skipar ásamt söngkonunni Karin Sveinsdóttur, í dag „Við ætlum að gefa smáskífuna því okkur langar til þess," segir Logi jafnframt. „Og vegna þess að þetta eru geðveik lög og við viljum að allir heyri þau," segir hann. Hljómsveitin Highlands hefur átt góðu gengi að fagna þrátt fyrir að vera tiltölulega nýstofnuð, en Logi og Karin komu fram í fyrsta sinn opinberlega á nýafstaðinni Sónar-tónlistarhátíð. „Já, það er ekki laust við smá fæðingarþunglyndi eftir allt saman - allavega vott af spennufalli," segir Logi, ánægður með afraksturinn. „En við erum langt frá því að slaka á. Nú ætlum við bara að gefa í. Það er svo gaman að spila og forréttindi að fá spila með svo ótrúlega góðri söngkonu eins og Karin, að bróður mínum ólöstuðum," segir Logi, en bróðir hans er Unnsteinn Manuel, söngvari sveitarinnar Retro Stefson.Hér má nálgast smáskífu Highlands, ókeypis. Og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Hearts, en lagið er að finna á smáskífunni. Sónar Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum ung hljómsveit, minna en árs-gömul, en það er búið að vera svo gaman hjá okkur í stúdíói að við erum búin að búa til fullt af efni," segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, en hann gefur út fyrstu smáskífu sveitarinnar Highlands, sem hann skipar ásamt söngkonunni Karin Sveinsdóttur, í dag „Við ætlum að gefa smáskífuna því okkur langar til þess," segir Logi jafnframt. „Og vegna þess að þetta eru geðveik lög og við viljum að allir heyri þau," segir hann. Hljómsveitin Highlands hefur átt góðu gengi að fagna þrátt fyrir að vera tiltölulega nýstofnuð, en Logi og Karin komu fram í fyrsta sinn opinberlega á nýafstaðinni Sónar-tónlistarhátíð. „Já, það er ekki laust við smá fæðingarþunglyndi eftir allt saman - allavega vott af spennufalli," segir Logi, ánægður með afraksturinn. „En við erum langt frá því að slaka á. Nú ætlum við bara að gefa í. Það er svo gaman að spila og forréttindi að fá spila með svo ótrúlega góðri söngkonu eins og Karin, að bróður mínum ólöstuðum," segir Logi, en bróðir hans er Unnsteinn Manuel, söngvari sveitarinnar Retro Stefson.Hér má nálgast smáskífu Highlands, ókeypis. Og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Hearts, en lagið er að finna á smáskífunni.
Sónar Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira