Gífurlegt svifryk yfir borginni Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2014 11:34 Mikið ryk var að sjá á Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Daníel Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla. Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla.
Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira