Hálfleikssýning Super Bowl: „Okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 15:06 Red Hot Chili Peppers dilluðu sér við lagið Give It Away við mikinn fögnuð gesta. vísir/getty Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“ Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“
Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira